miðvikudagur, maí 26, 2004

Mömmuklúbbur

Í dag er mömmuklúbbur hjá mér. Er í mömmuklúbb með íslenskum stelpum í Horsens sem eignuðust börn á síðasta ári. Ég hef nú sjaldnast komist af því Ragnhildur er alltaf búin í skólanum á sama tíma og klúbburinn er að byrja og hún er hætt að vilja fara í skóladagheimilið. Hún þarf nú samt einstaka sinnum að fara, kannski einu sinni á tveggja vikna fresti. Hún vill samt frekar koma heim kl. 2. Ég þyrfti eiginlega bara alltaf að halda hann svo ég kæmist. En núna er Hjörtur að skila verkefninu sínu á morgun eða hinn svo þá getur hann sennilega komið heim fyrir 2 annan hvern miðvikudag. Sem eru samt ekki margir þangað til við förum heim :/ Vá hvað það er stutt í það...

En ég s.s. þarf að fara að skúra, skrúbba og bóna áður en börnin fara að skríða um skítugu gólfin mín...

Blets