fimmtudagur, maí 27, 2004

Útungunarvél

Ég sá þátt í gær um breska 42 ára 15 barna móður!! Elsta var held ég 25 ára og yngsta 6 mánaða. Svo á hún tvö barnabörn sem hún passar á dagin. Við morgunverðarborðið klárast einn kornflekspakki, 3 lítrar af mjólk og heilt brauð og svo auðvitað e-ð meira álegg og þannig... og þetta er bara morgunverðurinn!! Ég man nú ekki hvernig vikumatseðillinn leit út en hann var langur. Á sumrin fara þau í frí, þá er leigð rúta og lesið upp í hvert sinn sem öllum er smalað upp í rútuna. Ef einhver á afmæli leigja þau sér litla rútu til að fara e-ð öll saman og einmitt alltaf nafnakall... frekar fyndið. Húsmóðirin þvær 9 vélar á dag, fyrir utan þegar þau tvö elstu taka til í herbergjunum sínum, þá verða þær 12-13 (rosalega er þá mikið af óhreinum fötum á gólfinu hjá þeim...). Mig langar sko ekki að eignast 15 börn. Það sama sögðu mörg barnanna, fyrir utan einn strák sem er ca 13 ára, hann vill eignast 10. Hann gengur sennilega ekki út eftir að þetta var sýnt í Bretlandi. En ég gat ekki annað en dáðst að konunni sem nýtur hverrar mínútu að sinna dagsverkunum. Ótrúlegt...