fimmtudagur, október 12, 2006

Búin að jafna mig

Jæja - ég jafnaði mig á veseninu með síðasta blogg, enda með eindæmum geðgóð *hóst*

En ég ætla ekki að deila með ykkur pælingunum sem voru komnar niður á blað - svekkjandi samt því þetta voru djúp og skemmtileg skrif. En svona er það þegar guðirnir grípa í taumana.

Ég ákvað samt að koma sterk inn aftur þegar ég rakst á þessa þrífara hjá Bagglút og varð að deila þeim með ykkur. Hahaha - fyndnast finnst mér hvað Kristinn H. er líkur Fabio - aldrei þótt Fabio huggulegur maður. Of svona kellingalegur e-ð fyrir minn smekk og bara eiginlega ógeðslega ljótur. Ahaha sjáið svo Gunnar Birgis og Shrek... bara fyndið.

Að lokum vil ég svo hvetja alla til að skella sér norður á Strandir um helgina. Siggi frænds er kominn í úrlsit í karókí keppni og ég get lofað frábærri skemmtun. Fullt af tilboðum... Ég færi ef Ragnhildur væri ekki að keppa alla helgina. Og þá erum við að tala um ALLA helgina, föstudagskvöld, laugardagsmorgun (fram eftir degi) og sunnudagsmorgun. Hver skipulagði mótið eiginlega?? Allavega ekki Strandamaður, það er á hreinu.