föstudagur, ágúst 11, 2006

Hvernig væri?

Nú er smá pæling í gangi... ætti ég að endurvekja þessa bloggsíðu?

Datt inn á hana frá síðunni hans Hjartar, var hreinlega búin að gleyma henni. Hef ekkert að gera í vinnunni svo það er athugandi hvort ég ætti að nota dauðan vinnutíma í blogg. Spurning um að búa til verknúmer á það?

How about that?

Best ég setji þá hugsanir dagsins á blað. Er að spá í að mála borðstofuborðið hvítt. Það er orðið svo rosalega ljótt, allt í hitablettum sem ekki er hægt að losna við. Þarf að koma við í málningarbúð á eftir og fá ráðleggingar og í framhaldi af því gera þetta að verkefni helgarinnar.

Að lokum: Ég á alltaf erfitt með að enda svona færslur. Á maður að segja bara "bless" eða á maður ekkert að kveðja? Er ég of kurteis? Finnst eins og það sé dónaskapur að "fara" án þess að kveðja. En í þetta sinn ætla ég ekki að kveðja heldur skilja ykkur, sem þetta lesið, eftir í lausu lofti með pælinguna um bloggfærsluendingar.