föstudagur, september 08, 2006

Indversk átveisla

Ég er að fara í kvöld að hitta æskuvinkonurnar og þeirra maka í indverskri stemmningu. Allir koma með rétt með sér - alls konar kræsingar - og svo verður bara sest og etið. Ég er að reyna að tala mig til: Borða hægt og njóta. Svo ég geti smakkað á öllu og verði ekki afvelta.
Ég fer með kryddaðar kartöflur (meðlæti) og svo eftirréttinn - franska súkkulaðiköku með Mars kremi, sérstaklega óskað eftir henni á svæðið. Mmmmmmmmmm

Rosalega finnst mér líka gott að það sé komin helgi. Maður nýtur nú helganna betur þegar maður er að vinna. Væri samt alveg til í að vinna svona þrjá daga í viku. Soldið leiðinlegt að geta aldrei keyrt og sótt á æfingar og þannig.

Sem minnir mig á að það er fyrsta "æfingin" hjá Hrafni í fyrramálið kl. 9 - ætli þetta verði eins og þegar hann var í Leikhöllinni - þá kom svona þrítugsafmælishrina helgi eftir helgi og það var í tísku að hafa afmælin á föstudögum. Við mættum því alltaf frekar sjúskí í leikfimina, sem var orðið frekar vandræðalegt á 4. laugardegi. En nei - nú verður ekkert þannig, bara heilbrigðið uppmálað (hjá Hirti sko, ég ætla að vera heima sofandi) ;)

Ætla að bjarga Mæju. Hrafn er búinn að loka hana inni hjá sér í sturtuklefanum og syngur fyrir hana. Styttist eflaust í að það verður ekki nóg aksjón í söngnum.