Eirðarleysislækning
Ég er voðalega eirðarlaus þessa dagana og hálf leiðist. Langar í bíó öll kvöld og að vera að gera e-ð voða merkilegt (í mínum heimi er það merkilegt að fara í bíó, þ.e. allt sem heitir að fara út á kvöldin er merkilegt).
Skil ekki þetta eirðarleysi í mér, en til að laga það örlítið plataði ég Berglindi með mér í Kringluna eftir vinnu. Ég ætla að kaupa mér e-ð. Peningaútlát laga nefnilega eirðarleysi. Vel þekkt staðreynd í kvenheimum.
Núna er ég því farin af stað í Kringluna, ætla að kaupa mér skó og e-ð meira. Sjáum til. Hlakka til.