miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Krabbi

Hugmyndaflug leysir vandamál það sem gáfurnar ráða ekki við. Allar flugferðirnar sem hugurinn tekur þig í í dag munu bera meiri árangur er allar þær erindagjarðir sem þú hafðir á dagskrá.

Ég sem hélt ég væri svo gáfuð. Er greinilega bara hugmyndafluggáfuð. Best að fara þá að láta sig dreyma fyrst það á að bera svona mikinn árangur.
Var annars í saumó til 1.30 í nótt og svo hélt vakan áfram e-ð fram eftir, Ragnhildur gat ekki sofið, Hrafn vaknaði kl. 6 (Hjörtur vaknaði svona snemma í vinnuna!!) og ég hélt hann ætlaði aldrei að hætta að tala - o.s.frv. Enda sváfum við börnin næstum því yfir okkur. En allt slapp til.