Öskudagur
Hver segir að hugmyndafluginu sé ekki fyrir að fara hjá börnum nú til dags. Mín eru búin að ákveða sína búninga fyrir öskudaginn:
Skvísan ætlar að vera síamsþríburi ásamt tveimur vinkonum. Greyið sú sem verður í miðjunni...
Drengurinn kom ekki með síður frumlega hugmynd. Hann vill vera vont ljón með græna vængi. Já þið lásuð rétt - ljón með græna vængi. Við fórum í dótabúðina í dag og keyptum ljónagrímu og svarta vængi. Þeir voru ekki til grænir og ég nennti ekki að verða mér uti um grænt karton eins og ætlunin var. Er samt með nokkra búninga til vara ef hann verður hættur við á morgun.
Farin að sofa, eins gott að vera þolinmóð í fyrramálið að koma krökkunum af stað.