Jæja !?
Gat ekki annað en glott að þessu kommenti hjá Gumma hér fyrir neðan... setti nefnilega sams konar komment á hans síðu þegar mér var farið að leiðast blogghringurinn - greinilega ekkert skárri sjálf. Spurning um að skora á Gumma í bloggfjölda næstu vikur?? Eða ekki.
Ég er að drekkja mér í húsamálunum, allar þessar ákvarðanir!! Hélt þær væru ekki alveg svona margar. Ég geng um með stóran hnút í maganum alla daga og reyni að vera í senn praktísk, smart, fylgja eigin stíl, sígild og frumleg. Hvernig er það hægt? Held það sé ekki hægt. Maður þarf á endanum bara að velja eitthvað og standa við það - bíta bara í súra eplið síðar ef svo ber undir.
Yfir í annað.
Hrafn er veikur - eða samt ekki svo veikur en er með hlaupabóluna svo hann fer ekki á leikskólann í þessari viku. Ég var heima hjá honum í gær og í dag. Á morgun tekur Hjörtur við. Þetta er ekkert brjálæðislega skemmtilegt að hanga svona heima. Hvorki mér né Hrafni finnst það. Honum finnst hann allur í götum á maganum, þar sem bólurnar eru orðnar að sárum. En hann er ekkert að klóra eða fikta svo honum virðist ekki líða svo illa með þetta. Er aðallega leiður á hangsinu heima.
En nautalundin var góð. Og páskarnir líka. Óvissuferðin brill og umfa ballið líka.
Gummi, ef þú verður duglegur að blogga verð ég það líka.