Köngulærnar...
...sem koma í heimsókn til okkar eru sumar svo stórar og viðbjóðslegar. Aðrar eru bara litlar og sætar og alltaf velkomnar en hinar eru óvinir mínir. Ein var að klöngrast upp vegginn áðan og ég ætlaði að ná henni. Er einmitt nýbúin að kaupa svo þykkan og mjúkan klósettpappír og ætlaði að nota tækifærið og kremja hana. Ég þori því nefnilega sjaldnast því ég vil ekki finna fyrir dýrinu sem ég er að drepa. Það er ástæðan fyrir að þessar litlu sætu eru velkomnar, það er ekkert mál að kremja þær með ódýrum tojara. En hún sem sagt datt niður af veggnum og bak við skrifborð áður en ég náði henni. Hún er því ennþá í heimsókn ófétið.
Annars er löng og skemmtileg helgi að baki. Ég ætla nú ekki að fara að þylja það allt upp en gef ykkur smá nasasjón:
Föstudagur: Buðum Árna, Maríu og Andreu Marín í mat. Þær skvísurnar fóru til Íslands á laugardaginn og verða í allt sumar.
Laugardagur: Fórum á völlinn, sáum AGF-Viborg. Hittum Mæju og stelpurnar aðeins en drifum okkur heim því mamma átti afmæli og vorum boðin í afmælisdinner: Nautalund með villisveppasósu. Slurp. Hjössi skellti sér svo á djammið með Árna.
Sunnudagur: Ragna (sem var að vinna með okkur á VST), Maggi maðurinn hennar og Atli sonur þeirra komu í hádegismat. Gaman að hitta þau og synd að hafa ekki gert það oftar. Maður tryggir ekki eftir á. Fórum svo í "óvænt" afmælisveislu til Júlla sem heppnaðist vel. Skelltum í okkur pulsum og bjór en stoppuðum frekar stutt. Allir þreyttir.
Mánudagur: Fórum í Løveparken með mömmu og pabba. Hjörtur vann fyrir þá verkefni og fékk frímiða. Það er frábær garður sem ég gef *****, allir sem eiga leið um Jótland verða að kíkja þangað. Það er svo skemmtilegt leiksvæði og þar er hægt að eyða öllum deginum vopnaður nesti og góðu veðri. Fórum svo í sunnudagskjúlla til mömmu og pabba.
Í dag er svo enn ein Århusferðin því Ragnhildur er að fara í afmæli til Þóru. Á meðan ætlum við hin að fara að sækja stóla í ILVA.
Kaupa, kaupa, fylla gáminn.