miðvikudagur, desember 15, 2004

Heibabbilúla

Jeeees, prófið gekk bara betur en ég þorði að vona. En þannig er það nú svo oft, eiginlega alltaf. Kvöldsvæfa ég gat ekki vakað lengur en til 23.30 svo ég stillti klukkuna á 5.30 og hafði kveikt á lampanum svo ég gæti vaknað sko. Ekki séns í koldimmu að vakna um miðja nótt. Ég vaknaði því "spræk" á tilsettum tíma og hélt lestrinum áfram. Ég held það hafi nú ekki gert gæfumuninn... en það róar mann að komast yfir smá efni rétt fyrir próf.
Skrítið hvað maður fær samt mikið kikk út úr þessu, maður er búinn að magna spennuna upp síðustu daga, finnst maður kunna ekkert og verður stressaðri með hverri mínútunni. Svo kemur maður út og bara voila, komið jólafrí. EKKERT fram undan. Bara næs.

Jú auðvitað er e-ð framundan, koma jólakortunum í umslög og senda, pakka inn gjöfum, ÞRÍFA bæði heimilið og börnin (hefur verið vanrækt að undanförnu), setja í ca 56 vélar, fá gesti í mat á fösutdaginn (víí hvað ég hlakka til, hvað á ég að hafa?) og svo framveigis og svo framveigis.

En þetta eru allt svo skemmtileg verkefni (fyrir utan 56 þvottavélar...).

gúdbæ