Jólahlaðborð
Siggi frændi hringdi í mig áðan og tjáði mér að það væri komið að hinu árlega fjölskyldujólahlaðborði. Ég held það hafi verið í fyrsta sinn í fyrra, þá komst ég auðvitað ekki með svo ég er að fara í fyrsta sinn. Siggi mundi eftir því fyrr í dag og fyrst það var búið að ákveða að þetta verði árlegt var sko eins gott að hann rankaði ekki seinna við sér því eins og hann sagði, það hefði enginn annar munað eftir því. Það er ekki enn komið í ljós hvar það verður en það kemur í ljós fljótlega. Ég hlakka svo til *ræðmérekkiafkæti*.
En á morgun er jólaföndur með saumó (það er sko ekki FUK, Félag Ungra Kökuunnenda - sem er búið að "föndra"), eða þetta er einn af þremur held ég orðið. Þó þessi nýjasti sé nú ekki mjög aktívur sökum anna hjá flestum nema mér - þá er ég nú heppin að vera í tveimur öðrum. Það verður föndrað hér hjá mér, ég næ alltaf að plata alla til að vera hjá mér svo ég þurfi ekki að fá pössun alltaf. Þó það sé gott að fara út í saumóinn þá er það líka hálf boring að þurfa að passa upp á tímann.
Jebsí pepsí - eða jessí pessí eins og einn ónefndur mundi segja...