Stuttgart
Vildi að ég væri þar núna. Mamma er hjá Írisi fjölskyldu og ætli þær kíki ekki á jólamarkaði á morgun. Sennilega fer Sævar með til að segja sitt álit á krukkum og krúsum sem verða skoðaðar... Veit hann hefur svo gaman að því.
Annars var Idolið að klárast og það var engin spurning um hverjir færu áfram. Ég missti auðvitað af síðasta þætti svo ég veit ekki hvort það var meiri samkeppni þá en það hlýtur að vera valið í þessa átta manna hópa þannig að það séu ekki t.d. 4 áberandi sterkir saman í hóp. Þessar voru bara þær einu sem komu til greina.
Ætla að kíkja á Memento...