Fúlt
Ég skrifaði hér um daginn laaaanga færslu m.a. um Ný dönsk tónleikana. Svo þegar ég ætlaði að vista þá bara hvarf allt. Og þá nennir maður ekki að skrifa allt aftur, dottin úr stuði. Ég verð samt að hysja upp um mig og byrja.
Ég er að byrja að komast í jólaskap. Fyrsti jóladiskurinn var settur í græjuna á sunnudaginn. Not so boring það. Og svo til að kóróna allt kom þessi líka fallegi jólasnjór í gær - og er enn!! Ég er að hugsa um að fá Hjört í að setja jólaseríu úti um helgina, ég verð að geta kveikt á jólaljósum fyrstu aðventuhelgina. Við Ragnhildur bökum örugglega smákökur eða föndrum og það verður að vera pínu jóló þegar kveikt er á fyrsta aðventukertinu.
Ég þarf að biðja Hjört að kenna mér að setja myndir hér inn... jebbs