Vinna upp
Nú er ég að vinna upp önnina í skólanum. Var að skila einu verkefni og er að byrja á öðru. Fyrst verður maður aðeins að kíkja á netið auðvitað.
Ég keypti, aldrei þessu vant, DV í gær því ég varð auðvitað að vita hvert í Mosfellsbæinn perrinn flutti. Ekki laust við að maður andi léttar þegar maður veit að hann er ekki hér í götunni. Maður verður jú fyrst og fremst að hugsa um sín börn og treysta því að hinir foreldrarnir hugsi um þeirra. En ég bara nenni ekki einu sinni að segja hvað mér finnst um svona #%$"%& pakk. Hugsið ykkur hversu veikt fólk er sem hefur viðurkennt að hafa misnotað börn og kaupir sér svo hús við hliðina á leikvelli!!! Ohhhh verð bara pirruð.
En það þýðir ekki að pirra sig á þessu, bara að hafa augun opin. Já og kannski kaupa sér vúdúdúkku?
Á morgun ætlum við FUK stelpur að búa til aðventukrans eða annað jólaskraut. Ég veit ekki hvað ég á að bjóða þeim upp á, ætla að hafa það e-ð sem krefst ekki mikils undirbúnings... alltaf söm við mig ;)
Hjörtur sendi mér póst í gær um vorferð VST til Póllands. Stefnan er auðvitað tekin þangað, hver vill passa?? Ég bara verð að fara og kaupa mér stell :)