Julegaver
Fór í Kringluna í morgun og keypti nokkrar jólagjafir, þ.á.m. til Hjartar. Segi ekki hvað, algjört leyndó. Keypti líka handa frænku okkar, vinkonu Ragnhildar og hluta af gjöfinni til Ragnhildar sjálfrar. Veit hún verður ánægð með þann hluta. Þá er bara Hrafn Elísberg eftir og ótrúlegt en satt er það bara erfiðasta gjöfin. Ætlaði að vera sniðug og kaupa föt því hann vantar þau roooosalega en mér finnst bara ekkert til sætt á hann. Held ég verði bara að komast í H&M hið snarasta ;)