Veronica Guerin
Ég var að athuga dagskránna á Stöð 2 í kvöld og sá að það gæti verið ágæt mynd kl. 21.10, Veronica Guerin. Sannsöguleg spennumynd, hljómar ágætlega. Svo kom lýsingin á henni:
"Sannsöguleg verðlaunamynd sem vakti fádæma athygli. Blaðakonan Veronica Guerin starfaði hjá Sunday Independant í Dyflinni. Í hálft annað ár rannsakaði hún umsvif og aðferðir eiturlyfjakónganna í borginni en upplýst var um starfsemi þeirra árið 1996. Veronica fékk fjölmargar hótanir en hún hélt ótrauð sínu striki."
Gott mál, en ég tók síðustu setninguna út:
"Svo fór þó að lokum að hún féll fyrir hendi leigumorðingja."
Er ekki óþarfi að kjafta þessu í dagskránni?