fimmtudagur, apríl 14, 2005

Næstum því mánuður

Ég er að hugsa um að hafa svona komment mánaðarins bara, alltaf um miðjan mánuð kem ég með e-ð agalega gáfulegt hér inn.

Annars er það að frétta, eins og glöggir lesendur Austurlands að Glettingi hafa tekið eftir, við við erum búin að skrifa undir kauptilboð (og svo gagntilboð...) í íbúð í Spóahöfða. Sem þýðir að Ragnhildur fær langþráð einkaherbergi í október. Henni líst rosalega vel á þetta því flest bekkjarsystkini hennar búa þarna í höfðunum, einhverjir í sömu götu og enn fleiri í næstu götu við. Þetta verður því bara gaman og gott held ég.

Annað ætla ég ekki að segja í dag, góða nótt.