Getur einhver...
...hjálpað mér að laga þetta á síðunni til hægri. Ég skil ekki hvernig þetta slapp svona niður en ég kann ekkert að laga þetta. Nenni ekki að fikta e-ð og skemma allt.
Mér finnst ég farin að tapa dirfskunni þegar kemur að tölvum. Er farin að standa mig oftar og oftar að því að geta ekki gert e-ð og nenna ekki að setja mig inn í hlutina og bið þá Ragnhildi um að redda því. Aldurinn - ekki spurning.
Ég hef aldrei verið neitt upptekin af aldrinum og hélt ég yrði það seint. En nú hef ég tekið eftir nokkrum ellimerkjum síðan í sumar og þá tek ég þau voða nærri mér. Ég var samt ekki orðin þrítug þegar Heimilislæknirinn greindi mig með elliglöp.
Ég er alveg að fá Hjört í málningargírinn og þá verður græna húsið málað! Alveg langar mig að fara heim til pjakksins sem blandaði fyrir mig málninguna á sínum tíma og mála allt húsið hans - að innan sem utan. Og sjá svo hvort honum verði ekki orðið flökurt eftir nokkra daga.
Spurning samt hvernig ég á að mála. Núna langar mig bara í hvítt!! Er svo hrædd um að fá e-n velgjulit og halda áfram með ógleðina ef ég kaupi ekki bara alveg hreint hvítt. En samt sé ég ekki alveg fyrir mér stofuna alveg hvíta, mér finnst hún nógu tómleg fyrir. Vantar 1-2 stór og flott málverk á veggina og þá er það komið. En þau eru ekkert á leiðinni í hús. Anyone??