fimmtudagur, apríl 26, 2007

Þriggja ára gáfubitar

Hrafn Elísberg á frænku sem hann leikur mikið við. Hún er fædd 4 mánuðum á undan honum og er stelpa - þetta tvennt gefur henni mikið forskot á frændann. Foreldrum hennar finnst hún stundum óþekk en mér finnst hún endalaust fyndin.

Um daginn var hún í heimsókn og þá heyrði ég þetta samtal:
Hún: "Hrafn viltu koma út?"
Hann: "Nei ég vill ekki fara út."
Hún: "Gerðu það komdu út."
Hann: "Nei."
Hún: "Hrafn komdu með mér út eða ég lem þig!"

Þessi saga verður sögð í brúðkaupinu hennar ;)