laugardagur, júní 05, 2004

Timbur

Hjörtur átti afmæli í fyrradag!! Ég spurði Ragnhildi nokkrum dögum fyrr hvað við ættum að gera fyrir hann og hún var með það á hreinu: "Við bökum köku og förum á undan honum á fætur. Svo komum við inn í herbergi og vekjum hann með afmælissöngnum og gefum honum köku og pakka." Þá var það ákveðið. Ragnhildur fékk svo símann minn inn til sín áður en hún fór að sofa með vekjarann stilltan á 06.40. Hún átti svo að læðast inn til mín og vekja mig. Hún var svo spennt að hún kom kl. 06.20 og pikkaði í mig. Alltaf gott að fara snemma á fætur :/

Í gær fór ég svo á djammið!! Sem gerist ekki oft, sérstaklega þar sem ég verð svo TIMBRUÐ. Allt drykkjuþol dottið niður og eins gott að fara að vinna markvisst að því að vinna það upp... eða ekki. Gunnþóra var að klára prófin í gær, ég kláraði mín fyrir 3 vikum og Tinna sín fyrir 2 árum. Við urðum auðvitað að halda upp á það og skelltum okkur út. Það var gaman og Gunnþóra tók einn á orðinu sem notaði pikkupplínuna: "Vantar ykkur vinnu?" Hehe. En kannski fær Búddi sumarvinnu út á þetta?? Vonandi.
En ég s.s. er alltaf fyrst til að gefast upp og fór heim á undan stelpunum sem voru í fullu fjöri á dansgólfinu á Crazy Daisy þegar ég yfirgaf samkvæmið. Sorry skvesur. Og ég vaknaði TIMBRUÐ eins og alltaf :( Þoli það ekki. Langt í næsta djamm!!

Jeeees best að fara út að raka garðinn, maður gæti eiginlega kallað þetta engi frekar. Heyskapur...