miðvikudagur, september 22, 2004

Ullum saman

Ég var að "tala" við Hlyn litla frænda á msn-inu áðan. Við vorum með kveikt á webcamerunum en ekkert hljóð. Það var því ekkert hægt að gera nema vinka. Það verður leiðinlegt til lengdar og þá eru það bara grettur. Ég kenndi honum allskonar ósiði, fyrst og fremst að ulla. Þetta þótti honum held ég voða sniðugt en ég get ímyndað mér hvað Íris systir hugsaði á meðan. Hehe, þetta fær hún fyrir að láta mig halda að við værum enn í mömmó þegar þær Hekla voru hættar. Ég var enn að leika litla barnið inni í mínu herbergi á meðan þær voru byrjaðar í nýjum leik í Írisar herbergi.
Nei svo langrækin er ég ekki, þó ég muni enn eftir fílunni sem ég fór í þá. Það er bara svo gaman að grettast á við Hlyn að ég gat ekki stillt mig.