Brauðristin
Nú þarf ég að fá mér nýja brauðrist. Pabbi gleymdi að slökkva á einni hellu í gær eftir að hann sauð eggin sín og ég lagði brauðristina ofan á!! Ég sá stuttu seinna rjúka úr ristinni og hélt auðvitað að það væri brauð að brenna en þá var hún ekki einu sinni í sambandi. Ég henti henni bráðnaðri út á pall og þar er hún enn og verður bara þar þangað til hún fer í tunnuna. Verst að ég veit ekkert hvað ég á að fá mér að borða þegar það getur ekki verið ristað brauð...
Góð reglan hans Hjartar að leggja aldrei neitt á helluborðið, best að framfylgja henni hér eftir.
Er samt nokkuð sátt við að fá nýja brauðrist, þessi var svo svakalega ljót.