fimmtudagur, september 30, 2004

Kárahnjúkar - here I come

Ég er að fara í Kárahnjúkaferð á laugardaginn. Starfsfólk VST er að fara og makar og ég get auðvitað ekki sleppt þessu tækifæri. Hjörtur er að vinna um helgina svo hann kemst líklega ekki með en hann hittir okkur a.m.k. í hreindýrasteik á Hótel Valaskjálf. Kannski myndar maður sér skoðun með eða á móti virkjun eftir þessa ferð?? Ég hef reyndar haft smá skoðun á þessu en ekki mjög sterka...