Komin heim
Það var rosalega gaman í DK, eins og við var að búast. Verst að maður nær aldrei að gera allt og hitta alla svo það verður að bíða betri tíma. Ég hefði t.d. viljað heimsækja mömmu hennar Emiliu og skoða nýja húsið. Hún keypti húsið sem við bjuggum í í Lund. Og Mæju og Helga hefði ég líka viljað hitta, leyfa Ragnhildi og Þóru að hittast. Ég sveik þó ekki búðirnar um heimsókn, þær sakna mín svo agalega.
En nú er ég slöpp að læra því Björg tók krakkana á leik og ég verð að nota tækifærið. Ohhh hvað ég hlakka til þegar þessi veikindatími líður hjá.
Ég á mér þó takmörk í vikunni, fyrir utan að læra og klára áheyrnina, að ná úr mér slappleikanum og kvefinu svo ég geti heimsótt Auði og nýja snúllann hennar og Ýr og hennar snúlla. Maður verður að ná að knúsa þá áður en þeir stækka mikið.