Viva Mallorka
Haldiði að við séum ekki á leiðinni til Mallorka?? Nánar tiltekið á Viva Mallorka á Alcudia. Jeeeebb, maður er strax kominn með fiðring. Förum með Nonna, Berglindi og sonum og Bjössa og Berglindi Rós. Svona verður maður að bæta sér upp leiðindin yfir að vera sundruð fjölskyldan. En þetta er síðasta eyðsluflippið þangað til við verðum fimmtug, þá förum við að fara í árlegar sólarlandaferðir og skíðaferðir þess á milli.