Börn
Helgin - algjör afslöppun. Sofnaði fyrir kl. 11 á föstud. og laugard enda Ragnhildur að keppa alla helgina. Hún var frekar þreytt í gærkvöldi eftir stressið held ég, frekar en átökin - var að keppa með flokknum fyrir ofan sig og leist ekki á blikuna þegar þær voru komnar í úrslitaleikina. En hafði að sjálfsögðu mjög gaman af þessu og stóð sig eins og hetja. Þær lentu í 2. sæti (b-liðið) og A liðið í 4. Stórglæsilegt. Kristinn frændi hennar var líka að keppa og þeir stóðu sig stórvel líka strákarnir.
Við Hjörtur fórum í bíó í gærkvöldi. Fór að sjá Börn og mæli með henni - en verið snögg ef þið ætlið að sjá hana því hún fer að hætta held ég. Tek alveg undir góðu dómana sem hún hefur fengið, veit ekki hvort hún hefur fengið e-a slæma.
Vikan - nóg að gera. Í kvöld ætla ég að undirbúa fötin sem ég ætla að hafa með út. Þriðjudagur: ekki fundur á morgun (jess, hentar vel núna) og þyrfti eiginlega að byrja að pakka. Á miðvikudaginn er bikarleikur við Fylki, átaksnámskeiðið, stjórnarfundur eftir leikinn og foreldrafundur hjá flokknum hennar Ragnhildar hálftíma seinna. Allt þetta á tímabilinu 19-21.30. Á fimmtudaginn ætlar Nanný að plokka og lita á mér augabrúnirnar og það er saumó sem ég hef ekki komist í síðan í vor - VERÐ að mæta! Nýplokkuð og fín. Eftir saumó: Sjæna Hjört fyrir Færeyinginn 2006. Á föstudaginn ætla ég að koma krökkunum í skólann/leikskólann, klára að pakka fyrir ferðina og upp á Reykjavíkurvöll kl. 12.
Skrýtið að ég sinni leikfiminni lítið - en verð að taka mig á í þeim málum!! Er ekkert búin að fara síðan á miðvikudaginn og ÆTLA í dag og á morgun. Ætli ég fari ekki bara í vigtunina á miðvikudaginn - nota hálfleikinn í það :) En reyni kannski að fara í salinn fyrir leik.
Næsta helgi - Færeyjar, árshátíð Línuhönnunar. Verið að útfæra keppnisútlitið í Færeyingnum 2006, sem er yfirvarakeggskeppni í vinnunni hjá Hirti. Hugmyndir??
Eins og sést á titlinum (Börn) ætlaði ég bara að mæla með myndinni í þessu bloggi en nú er ég líka búin að skipuleggja vikuna. Two in one.