föstudagur, janúar 26, 2007

Húsið

Ég ligg yfir skissunum hans pabba þessa dagana. Hann sendi okkur skissur með fyrstu hugmynd að húsinu og það er sama hvað ég reyni ég get ekki fundið betri lausn á neinu þarna inni. Mér finnst samt e-ð óþægilegt við að samþykkja fyrstu hugmynd. Finnst eins og það geti ekki verið að maður verði strax sáttur. Það var ýmislegt sem við höfðum um málið að segja fyrst en þegar ég hlustaði á rökin fyrir því af hverju hann gerði þetta svona sannfærðist ég um að þetta væri it. En á eftir að liggja aðeins betur yfir þessu. Ég er auðvitað strax farin að hugsa mér hvernig eldhús mig langar í og svona :) Aðeins komin fram úr sjálfri mér.
Annars er Hjörtur búinn að fá tvö tilboð í lóðina... spurning um að sleppa þessu bara og fara að braska :) Nei tími því ekki.

Ég gleymdi alltaf að setja inn Mexíkó-súpu uppskriftina. Hér kemur hún Tinna:

2 laukar
4 hvítlauksrif
2 msk olía
2 dósir hakkaðir tómatar
1 kjúklingakraftur
1 nautakraftur
1 l. vatn
1 l. tómatdjús
1 msk kóríander
1,5 tsk chili
1,5 tsk cayennapipar


Laukarnir steiktir í olíunni þar til sveittir, þá rest skellt út í og látið malla í 2 klst. (því lengur því betra, má líka alveg vera bara í smá tíma).

1 steiktur kjúklingur rifinn út í í lokin.

Meðlæti:
Doritos
Sýrður rjómi
Rifinn ostur

Borðað svona:
Hver og einn mylur Doritos í sína skál, setur sýrðan rjóma ofan á og svo súpuna í skálina. Síðast er rifnum osti dreift yfir.
Namm.


Eigið góða helgi. Ég stefni á það.