Tempur
Hahah, gat ekki annað en hlegið að svörunum hjá Gumma og Kristni í færslunni fyrir neðan. Var að spá í þessu með hurðarhúnana - held að þessir rauðu hafi verið uppi í bústað. Eða voru þeir í Akurgerðinu? Smart.
Annars var að detta í hús þessi líka laaaangþráða dýna - Tempur dýna. Vá hvað ég hlakka til að fara að sofa í kvöld og vakna í fyrramálið, örugglega án bakverkja. Hef nokkrum sinnum sofið í svona rúmi hjá Nonna og Berglindi, misjafnt hverjir bólfélagarnir hafa verið. Síðast var það Berglind eftir áramótapartýið þeirra. Ég rak Hjört á pöbbinn með Nonna svo ég gæti farið að sofa í rúminu og væri sofnuð þegar þeir kæmu heim (ekki hægt að reka mig þaðan...). Þeir höfðu samt alveg svefnstað sko. Þar síðast voru félagarnir Hjörtur og Nonni. Þá var Berglind í Noregi og við fengum að gista eftir e-ð djamm (já, dýr bíllinn upp í Mosó) og við drifum okkur heim á undan Nonna til að ná rúminu (maður leggur mikið á sig til að sofa í góðu rúmi). En Nonni var ekkert að hika við að troða sér á milli þegar hann kom heim - og við erum að tala um rúm sem er 153 cm á breidd. Samt var það bara voða notó :)
Afmæli í kvöld. Snemma heim að sofa í nýja rúminu. Eða ekki.