Afmæli
Hlynur á afmæli í dag. Hann verður 5 ára stór strákur! Hann fær ansi skemmtilegan afmælisdag því árlegt jólaball í húsinu hjá ömmu er haldið í dag og þau frændsystkinin fara saman þangað.
Á morgun á svo Hrafn Elísberg afmæli, hann er reyndar búinn að vera þriggja ára síðan í ágúst þegar Anna Katrín átti afmæli - en þá verður þetta bara eins og fermingin, staðfesting á aldrinum. Jamm - verð að muna að kaupa eplaskífur í dag!!
Við ætlum að setja upp jólatréð seinni partinn og skreyta það í kvöld. Ég er reyndar að fara að hitta stelpurnar - Hrönn er í jólafríi frá Þýskalandi. En kannski stoppa ég í styttri kantinum til að ná nú að klára að skreyta tréð og undirbúa morgundaginn. Nefnilega margt sem þarf að gerast á morgun...
Í gær fór ég á kaffihús. Saumóinn var með pakkaruglið sitt þar - æðislega gaman. Ég fékk geggjað dót undir heitt. Það er svona segull svo hann festist við botninn á pottum og þá færist það bara með ef maður þarf að færa pottinn. Sniðugt!!?!??!!!
Svo dró Berglind upp Mac snyrtivörurnar og ég fékk mér mascara, tvo gloss og ógeðslega ljótan varalit/blautan augnskugga. Maður sá bara ekkert þarna í myrkrinu en sá um leið og ég kom heim að hann var ekki my cup of tea.
Svanni pizza, nágranni okkar, sat hjá Hirti þegar ég kom heim af kaffihúsinu. Þeir voru í jólabjórsmökkun. Búnir að testa Egils og Víking þegar ég kom og skveruðu í sig einum Tuborg í lokin. Eina niðurstaðan sem þeir komust að var að Tuborg væri bragðmestur og að þeir hefðu drukkið þá í réttri röð.
Já, þá er ég búin að rausa smá - en á að vera að vinna. Veit ekki alveg til hvers þetta blogg var, langaði bara ekki að hafa þessa mynd efst.
En GLEÐILEG JÓL allir ef ég blogga ekki fyrir jól.
p.s. er búin að kaupa gjöfina handa Hirti og hún verður keyrð heim í vörubíl kl. 5.45 á aðfangadag - ekki segja.