þriðjudagur, janúar 09, 2007

Rangeygð, föl með frunsu!!

Rosalega er ég föl og lít illa út. Verð að fara að tapa mér í brúnkukreminu. Ofan á allt annað vaknaði ég með enn eina frunsuna í gærmorgun!!! Ekki par sátt við það og held ég hafi talið rétt að þetta sé frunsa nr. 10 síðan í maí (í Tælandi)!! Ég var svo pirruð að ég hringdi í lækninn minn en fékk ekki símatíma við hann svo ég fékk tíma hjá örugglega svona læknakandídat (heitir það ekki svoleiðis?). Skrýtið þegar læknarnir eru orðnir jafn gamlir manni, jafnvel yngri. Nema hvað að hún sagði mér það sem ég vissi, að það væri ekkert hægt að gera þegar frunsan er komin. En ég ætlaði að fá hana til að skrifa upp á Zovir töflur fyrir mig, þar sem þessi krem virka akkúrat ekki neitt. Hún sagði að það væru ekki til neinar Zovir töflur (sem er ekki rétt) og skrifaði fyrir mig upp á töflur sem kynfæraherpes sjúklingar taka að staðaldri til að fyrirbyggja að fá frunsur. Öss, ég nenni nú ekki að kaupa þessa töflur, frunsan er komin og þegar ég yrði búin með skammtinn gæti ég alveg eins fengið nýja frunsu strax aftur. Ég þarf að redda mér þessum Zovir töflum og það strax.

Í gær fórum við frunsan að hreinsa jólatré í Mosfellsbæ. Þetta var fjárölfun fyrir handboltann og var nú bara æði. 5 stiga frost, alveg logn og heiðskýrt og svo bara rölt um og jólatrjánum hent upp á bíl. Þetta þyrfti eiginlega að vera fyrir jól, maður komst í smá jólaskap :) En það var sennilega líka af því það var smá snjór yfir öllu og maður komst ekki hjá jólatrjáailminum. Skrýtið hvernig snjórinn kemur alltaf strax eftir jól.

Nú verð ég að fara að fá mér gleraugu. Ég er orðin rangeygð í lok vinnudagsins, sit allan daginn með pírð augun og að drepast úr þreytu í þeim. Ég veit líka alveg hvernig gleraugu mig langar í, held samt að þau séu frekar dýr en þau eru samt í búðinni sem er í Leifsstöð. Fæ einhvern til að pikka þau upp þar fyrir mig ef ég fæ mér þau. Ég er jú búin að gefa út þá yfirlýsingu að ég fari ekkert þar um á þessu ári svo ekki get ég sótt þau sjálf.

Ætla að bjóða Nonna og þeim í mat í kvöld. Sýna þeim frunsuna. Berglind er á Reykjalundi og sefur þar á virkum dögum, nema miðvikudögum. Það hlýtur að vera hriiiikalega leiðinlegt svo ég ákvað að vera sniðug og bjóða þeim að hittast í mat hjá okkur, svo fara þau bara sína leið eftir það - Berglind aftur í fangelsið (verður að vera komin fyrir kl. 22, eins gott að háma) og Nonni og strákarnir aftur í Hafnarfjörðinn. Spurning um Mexikóskt kjúklingalasagne??

Annað hef ég voða lítið að segja. Er að hugsa um að fara bara á klóið (nú verður Hjörtur brjálaður).

Leiiiiiiter.