föstudagur, desember 15, 2006

Jólakort

Ég pantaði jólakort á netinu í fyrradag, á Hans Petersen. Ég hafði um þrennt að velja til að fá þau í hendurnar, fá þau send heim (3 virkir dagar), sækja þau (2 sólarhringar) eða sækja þau á Laugarveg 178 (1 sólarhringur). Af því ég er alltaf á síðustu stundu ákvað ég að gera það.

Þegar ég kom í gær að sækja myndirnar tók á móti mér voða e-ð slísí gaur sem leitaði og leitaði að myndunum þangað til hann spurði hvenær ég hefði pantað þær, sem ég sagði honum.
"Nei, þá eru þær ekki tilbúnar fyrr en í fyrsta lagi á morgun, kannski hinn."
"Nú?" svaraði ég með pirr-röddinni "það stóð á heimasíðunni að ef ég kæmi hingað tæki þetta bara sólarhring"
"Já, það er bara búið að hrúgast svo rosalega til okkar pantanirnar að við erum bara alls ekki að komast yfir þetta"

Hafa þeir ekki boðið upp á jólakortaþjónustu í 100 ár?? Kom allt í einu á óvart að fólk er að þessu á síðustu stundu?? Algjör óþarfi að lofa svona og láta svo slísí gaurinn þurfa að taka á móti pirringnum í óánægðum viðskiptavinum. Hugmynd að VR auglýsingu fyrir næsta ár.