Lóðin til sölu
Erum komin til Odense og Tinna og Daddi búin að sannfæra okkur um að vera spontant - selja lóðina og flytja aftur út. Spurning.
Förum til Hamborgar á morgun í von um að fá miða á leikinn. Fórum út í þeirri góðu trú að vera komin með miða á leikina á þri og fim en haldiði að það sé ekki að klikka!! Treystum á Bjarka og hans mafíu. Annars er Julio í málinu líka. Vonum að það komi e-ð út úr því. Tók því að torða börnunum upp á Írisi og stressa sig í þennan hálfa sólarhring sem leið frá því að ákvörðunin var tekin þar til við lögðum af stað upp á völl... En vonandi var það allt þess virði :) Það verður samt alltaf þess virði, erum í góðum félagsskap.