þriðjudagur, júní 08, 2004

Eniga meniga...

...ég á enga peninga.
Samt er ég búin að eyða fullt af þeim í dag. Fórum og keyptum efni í pall og skjólvegg sem við ætlum að taka með okkur heim. Það verður að gera huggó í Grundartanganum. Svo keypti ég útskriftargjöf handa Hirti, langþráð heimabíó. Og núna er Hjörtur á leiðinni að sækja sófann sem við pöntuðum. Ekki oft sem ég fæ í magann yfir að eyða miklu en það er ekki laust við þannig hnút núna. Svo er hægt að réttlæta þetta fyrir sér á ýmsan hátt og Hjörtur er búinn að læra þá list af mér og sagði: "Ef við værum að fara á Paul McCartney kostaði það 1400!!". Ég þarf að þjálfa hann aðeins betur í þessu, mér fannst það allavega ekkert svo góð réttlæting því það var aldrei inn í myndinni að fara. Mamma og pabbi eru aftur á móti að fara á morgun. Ég gerði líka tilraun til að réttlæta þetta: "Þegar við komum heim og erum búin að borga allt upp hugsum við með okkur, djöfullinn af hverju keyptum við ekki pallaefnið? Það var bara 25 þús. kall og okkur hefði ekkert munað um það!" Mun betri réttlæting!??!!

Össi tengdó á afmæli í dag, hann er sextugur!! Og Björg tengdó átti afmæli í gær en hún er bara 35. Til hamingju með það bæði tvö.

Já og svo eitt í viðbót. Hjörtur er búinn að ráða sig sem mælingamann á VST. Hann er ánægður með það auðvitað. Þurfti samt mikla umhugsun því hann verður upp undir ár á Reyðarfirði!! Jú jú, rétt lesið. Hann verður þá í burtu 10 daga og heima í 4. Það verður örugglega leiðinlegt stundum en kannski bara þægilegt stundum. Ég er auðvitað búin að heimta Stöð 2 út á þetta, híhí kröfurnar ekki miklar hjá minni!! En við vitum ekki hvenær hann fer austur, sennilega ekki strax. Ætli hann byrji þá ekki á að vinna í bænum, kannski hleypa hinum landfræðingunum í sumarfrí og svona.

Svo er það bara að byrja að pakka...........