föstudagur, ágúst 20, 2004

Húsmóðir

Jeminn hvað sjómannskonur heimsins eiga samúð mína alla. Já og mæður okkar sem ólu okkur upp og sáu um heimilið án hjálpar feðranna. Þvílíkar hetjur. Hjörtur er búinn að vera að heiman síðan á mánudag og ég er að gefast upp. Allur þvotturinn sem á eftir að ganga frá, taka til eftir Hrafn Elísberg ca. 40 sinnum á dag - hann er svo handóður, gefa að borða og ganga frá ég veit ekki hvað oft á dag, taka krakkana alltaf með að versla o.s.frv. Ohhhh not my idea of fun.
En ég byrjaði í skólanum í gær, fyrsti tíminn var Næringafræði. Held það verði skemmtilegur kúrs. Held ég hafi valið rétt með að velja heimilisfræðina. Í dag fór ég í valkúrs - Lífsleikni, neytendafræðsla. Líst líka rosalega vel á hann og hlakka til að gera verkefnin. Ég er ekki búin að skoða þau öll en fyrsta er mjög krefjandi, best að fríska upp á sellurnar fyrir það. Við eigum að búa til auglýsingu fyrir 8-10 bekk sem hvetur krakkana til að nýta sér heimalærdómsaðstoð sem boðið er upp á frítt í skólum. Hugmyndir??? Þetta á að vera plakat, A4 eða A3 á stærð og nú verður höfuðið lagt í bleyti. Á morgun fer ég svo í Örverufræði. Það hljómar alls ekki spennandi, en hver veit?? Kannski fell ég bara fyrir örverunum og fíla það í botn.

Später