Nettenging
Jæja, þá er ég komin með nettengingu heim. Jibbíkóla.
Það er fínt að vera komin heim en að venju tekur maður sér tíma í að koma sér fyrir, alltaf e-ð annað sem er meira spennandi að gera. Hjörtur er að fara austur í dag en við höldum að hann komi jafnvel heim um helgina. Verður sennilega þannig til að byrja með. Okkur finnst það auðvitað ekki verra og kannski ágætis aðlögun.
Ætla að reyna að koma nýja netfanginu í gagnið í outlookinu, kann e-r á það?