Vi er røde - vi er hvide
Mér fannst nú að danirnir hefðu átt að vinna þennan leik í gær. Það er samt svona íslenskt fótbolta syndrom í mér að vera rosalega sátt við jafntefli, eiginlega bara þakklát. En svo talaði Hjörtur mig til og ég var bara alveg sammála, danirnir áttu að vinna!!
Hver hefur sinn djöful að draga, verst hvað djöfull Þjóðverja er langlífur. Þegar ég var í Guatemala voru krakkar þar frá Þýskalandi og Belgíu ásamt öðrum þjóðum og í lok ársins komum við saman og áttum m.a. að segja hvað við höfðum lært mest á þessu ári. Flestir lærðu e-ð af menningunni í Guatemala en það sem Belgunum fannst standa upp úr var að þeir komust að því að Þjóðverjar væru ekki allir slæmir!! Hvað ætli hafi staðið í skólabókunum hjá þeim?? En þegar maður finnur veikan blett á andstæðingnum, af hverju ekki að nudda aðeins fastar í hann? Kannski tekur maður hann á taugum og vinnur leikinn...?