mánudagur, september 06, 2004

Allt í rúst...

...hér heima. Pabbi er kominn og er að rífa allt út úr baðherberginu og setja nýtt. Ohhh hvað það verður gaman þegar það er búið en ohhh hvað það er leiðinlegt að hafa allt í ryki og drullu inni hjá sér á meðan. Hrafn er settur í larfa til að eyðileggja ekki önnur föt, Ragnhildur fer í bað hjá ömmu sinni (sem er ekki svo slæmt svo sem) o.s.frv.
Ég verð að fara í dag að kaupa skólabækurnar. Ekki seinna vænna að byrja!!