Finnland here we come - framhald
Jamm eins og Hjörtur sagði var þetta dægrastytting að semja þessa sögu um Finnland. Íris hafði komið þangað nokkrum árum áður og heillast af landinu ef ég man rétt en ég held að Hjörtur hafi ekkert vitað af því. Hún varð voða æst yfir þessu og var búin að ákveða að koma til okkar og vera au pair á meðan við stunduðum námið. Þá fékk Hjörtur held ég móral og sendi þetta bréf:
Hæ Íris pæja....
Við erum eiginlega hætt við Finnland... ho ho
Varst þú nokkuð fojí ??
Ég verð að fara að hætta að ljúga svona að þér... en eins og hún mamma segir alltaf þá eru bara þeir saklausu sem trúa öllu.. svo líka ef ég ætlaði nú e-n tímann að segja þér e-ð sem væri ekki lygi þá efast ég að þú mundir trúa mér....
Mig dreymdi þig í nótt...Þú varst að koma heim og ætlaðir að gista hjá okkur og komst með daniel með þér. Svo veit ég ekki fyrr en ég er að tala við daniel (hundinn ykkar) og ég er að segja e-ð fyndir... og viti menn Danni gjörsamlega trylltist af hlátri og hló og hló og hló.... ég man svo greinilega að hann skellti alveg uppúr og munnurinn á honum opnaðist alveg, og það heyrðist meira að segja venjulegur manna hlátur, ég vissi ekki að Danni fýlaði húmorinn minn... Þetta var alveg magnaður draumur... Í draumnum áttum við Klara líka aðra litla stelpu sem ég man
ekki hvað hét.. og meira að segja mundi ég það ekki í draumnum ..og ég var alveg eyðilagður að muna ekki nafnið á dóttur minni....Já svona getur þetta verið skrýtið....
En nó hard fílings..
Hjörtur Frændi...