þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Skólinn byrjaðu

Innilotan mín er búin. Henni lauk á matreiðslutíma þar sem við elduðum dýrindis grænmetislasagne og fórum auðveldu leiðina, notuðum frosið grænmeti. Mmmm ég ætla að hafa það í matinn einhverntíman. Viss um að meira að segja Ragnhildi finnist það gott.
Örverurnar voru alls ekki svo slæmar. Meira að segja held ég að þetta verði frekar skemmtilegur kúrs. Hann verður líka þægilegur, 4 verkefni unnin yfir veturinn, byggð aðallega á lesefni sem við fáum og eiginlega allt á ÍSLENSKU!!
Annars erum við Hrafn Elísberg bara ein heima núna, Ragnhildur byrjuð í skólanum. Frekar spennandi að leggja af stað í morgun með skólatöskuna úttroðna af nýja ódýra skóladótinu. Ég átti auðvitað að koma mér af stað í skólanum á meðan Hrafn Elísberg svaf morgunlúrinn sinn en ég bara svaf líka. Hann var svo leiðinlegur í nótt að ég skil bara ekki hvað er með hann. Vonandi fer hann að hætta þessu drengurinn.
Best ég leyfi honum að útskýra þetta fyrir okkur:
bn, v xAXC DVCCC