Nýr samafmælingur.
Nú þarf ég að fara að undirbúa Færeyjaferðina - enda brottför á morgun. Ætla að strauja kjólinn en taka líka með mér straujárn. Sækja sokkabuxur til Bjargar. Láta Nanný plokka mig og lita. Ákveða hvaða föt ég ætla að taka önnur en kjólinn. Pakka þeim niður. Finna leið til að láta frunsu hverfa á sólarhring. Allavega tveimur. Taka til. Þrífa. Fara í saumó.
Ég var í heilsufarsmælingu áðan í vinnunni. Haldiði að hjúkkan sem gerði mælinguna hafi ekki verið fædd sama dag og ég!?! Sama ár og næstum því klukkan það sama. Ég veit reyndar ekki alveg kl. hvað ég fæddist en það var um hádegisbil og hún fæddist kl. 12.05. Gaman!!! Hún þekkir aðra sem er fædd sama dag og við sem var með henni í handbolta í gamla daga og þær heita báðar Margrét!! Mér finnst allt svona svo merkilegt því það er ekki langt síðan ég kynntist fyrsta samafmælingi mínum honum Óskari sem ég vann með hér á VST og er landfræðingur eins og Hjörtur. En hann er ekki fæddur sama ár og við Margrétarnar. Þessi hin Margrét er fótboltastelpa og er (eða var) í landsliðinu. Vóó hvað maður kemst að mörgu á stuttum tíma.
Flatkökur og hangikjöt í hádegismat. Naammmmm mér finnst það svo gott.
p.s. er enginn sem kann að laga þetta á síðunni til hægri, ef þið skrollið niður þá sjáið þið það sem á að vera hér uppi - hvernig fæ ég það aftur upp?