Stjörnuspeki
Þessir einstaklingar eiga sama afmælisdag og ég:
50 Cent, listamaður, tónskáld
Jennifer Saunders, leikkona & grínisti
Sigurður Sigurjónsson, leikari, Spaugstofumaður
Nanci Griffith, söngkona & lagahöfundur
George W. Bush, forseti USA
Sylvester Stallone, leikari, Rocky
Dalai Lama, trúarleiðtogi
Nancy Reagan, fyrrv. forsetafrú
Mis stolt af samafmælisdagsfólki mínu.
Ég var að prenta út stjörnukort fyrir Ragnhildi af mbl.is (hér) og það er bara soldið gaman að skoða þetta. Ég þarf að finna fæðingartímann hans Hrafns þegar ég kem heim svo ég geti gert líka fyrir hann. Held ég hafi munað Ragnhildar rétt. Hún er rísandi Krabbi - sem útskýrir nú ýmislegt :D nei djók. Margt af þessu fannst mér ég geta verið að lesa um sjálfa mig - væri gaman að fá svona kort líka fyrir mig og bera saman. Þarf að komast að fæðingartíma mínum.
Eitt sem stakk mig var að í kortinu hennar stendur: "Hefur flottan stíl í klæðaburði..." Sitt sýnist hverjum - eins og Anna Rut sagði þegar ég ætlaði að fara að rengja stjörnukortið vegna þessarar fullyrðingar :D En eins og þið kannski vitið erum við Ragnhildur mjög svo ósammála um hvað er flottur klæðaburður.