föstudagur, desember 01, 2006

Ííííííhhaaaaaaa

Það er að koma helgi!! Voða fannst mér þessi vika lengi að líða.

Ég ætla að baka í kvöld - allt kvöld!! Aðventu-afmæliskaffi á sunnudaginn og eins gott að allt verði spikk and span eins og maður segir. Gott að eiga mann með tuskuæði svo maður geti einbeitt sér að veitingunum. Það er jólahlaðborð í vinnunni hjá mér í kvöld sem ég sleppti. Maður getur ekki gert allt!

Gaman að Auður er farin að blogga aftur, minnkaði um helming bloggunum sem ég gat fylgst með þegar hún datt út. Ég þekki voða fáa virka bloggara en er samt með nokkur í favorites sem ég skoða og brosi þegar ný færsla kemur. Nauðsynlegt að geta fylgst með. Stór dagur hjá Auði á morgun, veit henni á eftir að ganga vel.

Já og svo er annað blogg sem ég fylgist með og uppfærist mis-reglulega - þ.e. þeirra Hildar og Stebba. Eða aðallega Hildar :) Og það var ekki lítið skemmtilegt um að vera á þeirri síðu um daginn. Þau nefnilega tóku sig til og giftu sig - öllum að óvörum. Úti í Þrándheimi. Við Hjörtur fórum í leikhús síðasta föstudag og settum símann auðvitað á silent. Þegar við komum út beið sms frá Stebba - bara að láta vita. Vííí gaman að því.

Jæja, vonandi má ég fara að sækja Hjört, langar að komast heim í baksturinn.