sunnudagur, nóvember 12, 2006

Og svarið er...

Guernsey!!

Eins og mr. gúggli sagði sumum ykkar :)

Ásdís verður að teljast sem sigurvegari í þessari getraun þar sem hún var fyrst með svarið. Hún má, eins og Sævar, ráða hvort hún þiggur bjór (eða glas af lífrænt ræktuðu rauðvíni ;)) eða leggi til næstu getraun.

Ég verð annars að koma því að hvað það er gaman að sjá Gísla frænda skjóta inn ágiskunum í getraununum. Gísli og pabbi (nafni hans) eru systkinabörn. Held að Gísli sé nokkurn vegin mitt á milli mín og pabba í aldri. Sennilega aðeins nær mér þó. Gísli á systur sem heitir Erna eins og mamma og svo er Jóna frænka (eins og hún er alltaf kölluð) systir hans og ég hef mest umgengist hana af þeim systkinum í gegnum tíðina. Eða a.m.k. í seinni tíð. Hún var líka mikið á mínu heimili þegar ég var barn.
Þau systkini eru frá Höfn í Hornafirði og við fórum oft til þeirra, flugum stundum á sunnudögum og einhvernvegin tengi ég 1. maí e-ð við Höfn. Þetta var þegar pabbi átti flugvél og við skruppum í svona sunnudagsrúnta hingað og þangað um landið. Við Íris fengum líka oft að vera hjá Einari og Guðbjörgu, foreldrum þeirra, í einhvern tíma á sumrin. Það var gaman. Erna átti voða flott kúluspil sem mér fannst óskaplega skemmtilegt. Gott ef Einar bjó það ekki til í smíði!! Ekki viss samt.

En þetta er sem sagt sagan af honum Gísla Einars :) Hvernig hann rataði hingað inn veit ég samt ekki - en gaman að því!!