Alltaflangaðmannsemkannaðdansa
Næsta getraun er eiginlega gefins því ég veit að Bjössi Hák er að bíða eftir því að vinna svo hann megi koma í heimsókn :) Það má sko koma í heimsókn þó maður vinni ekki getraun, en hann er svo feiminn að hann þorir ekki. Ekki nema vinna fyrir því.
Úr hvaða kvikmynd er þessi frasi og hvers lenskur var karakterinn sem svo fallega mælti:
"Alltaflangaðmannsemkannaðdansa"?
Svo hef ég alltaf voða gaman af svona samhverfum. Held þetta sé sú lengsta sem ég hef séð:
ALLI GULLI SÁ ANNAN KLÚT STÚLKNANNA Á SILLU GILLA