mánudagur, maí 14, 2007

X-?

Ég hef aldrei verið í jafn miklum vafa hvað ég ætti að kjósa eins og núna. Mér fannst enginn flokkur ná að sannfæra mig alveg um ágæti sitt í þetta skiptið og þó ég hafi alltaf kosið það sama er ég komin með svo nóg af græðginni sem mér finnst allir svo gegnsýrðir af. Svo var þetta nú smá uppreisn gegn Hirti, þykist blár í gegn en átti e-ð erfitt með að rökstyðja sitt val ;)
Rétt áður en ég hélt á kjörstað (í sparifötunum auðvitað) tók ég því rúnt um vefsíður flokkanna, skoðaði einn málaflokk sem skiptir mig miklu máli og bar saman. Ég lét svo þann málaflokk ráða valinu í þetta sinn.

Ég vildi annars að Sjálfstæðisflokkurinn losaði sig við Framsókn. Alveg komin með nóg af þeirra eilífa poti með minnkandi fylgi. Skil ekki að þeir hafi geð í sér að gera okkur þetta.


En nóg um það.

Getraun dagsins:


Hvað heitir þetta dýr?