þriðjudagur, október 24, 2006

Tiltekt

Var að taka smá til - allt í einu var hliðarsúlan komin aftur upp og ég uppfærði aðeins bloggarana í henni. Þarf samt kannski að bæta e-m þar inn. Man ekki hverjum í augnablikinu.

Færeyjar voru frábærar. Gaman að koma þangað og vel heppnuð ferð. Svolítið eins og að fara út á land - alveg eins landslag og hér en svei mér þá ef það er ekki meira rok þar. Jess - get yljað mér við þá hugsun í vetur.
Ég er strax farin að kvíða (og finna fyrir) vetrinum - eða kuldanum frekar. Skil ekki hvernig það varð að ég fæddist á Íslandi, kuldaskræfan sem ég er. Þessi umræða kom einmitt upp um daginn heima hjá móðurbróður mínum sem er greinilega kuldaskræfa eins og ég - getur ekki sofið við opinn glugga. En þarna er munurinn á körlum og konum - konan hans er búin að kenna honum að sofa við opinn glugga en ég er búin að kenna Hirti að sofa við lokaðan glugga. Frændi er að vinna mikið að heiman og Hjörtur fór að heiman í ár að vinna - ætli það sé gluggamál?? Mistery.


Blefs í bili.