mánudagur, nóvember 06, 2006

Vinningshafi

Ætla að byrja á því að biðja Auði afsökunar á attitjúdinu gagnvart henni. Hún var voða sár þegar ég hitti hana áðan því það var ekki einu sinni broskarl á eftir skítkastinu. Fyrirgefðu Auður mín, ég kann að meta stuðning þinn í getraunasamkeppninni og skal hætta að elta þig eina á þessari síðu.

En rétta svarið kom frá (tramramtramramramram) Tinnu!!! Það var nefnilega verið að tala um Gay Pride - og ekki bara hátíðina heldur einmitt skrúðgönguna.

Tinna hefur nú tækifæri til að semja næstu getraun. Hún má algjerlega ráða forminu á henni og hefur bara algerlega frjálsar hendur hvað þetta varðar. Hvað segirðu Tinna, þiggurðu verðlaunin ??