sunnudagur, nóvember 05, 2006

Önnur getraun

Ég er byrjuð að fata börnin upp fyrir jólin. Ég og Ragnhildur fórum í skvísuferð í Smáralind áðan og komumst langleiðina með þau bæði. Eigum smá eftir samt. Þau verða með eindæmum smart um jólin, líkt og venjulega ;) Við Ragnhildur fundum föt á hana sem við fíluðum báðar - sem gerist ekki svo oft. Hittum tengdó sem var á leiðinni í bíó og hún náði að hjálpa til við valið og fannst það ekki leiðinlegt.

En vindum okkur í getraun númer tvö. Spennandi að vita hvort Íris nái sér í nýtt viðurnefni.

1. vísbending:
Spurt er um árlegan viðburð á Íslandi.

Í þetta sinn er ekki bjór í verðlaun heldur fær vinningshafinn að ákveða næstu getraun.
Svona er þetta skemmtilegt. Maður veit aldrei hvað kemur næst!