Eina ferðina enn
Hrafn er heima veikur. Ég skil ekki hvað hann verður oft veikur barnið. Á kannski ekki að kvarta miðað við suma - samt smá.
Við ætlum því að eyða deginum í videogláp og kósýheit. Harry Potter kominn í tækið, sem Hrafn kann utan að. Svo er ég að vona að einhver heimavinnandi kíki í smá kaffi :) Mér getur leiðst voðalega að hanga svona heima þó sonur minn sé nú ágætis félagsskapur yfirleitt...
Svo sé ég til þegar Hjörtur kemur heim úr sinni vinnu hvort ég fari í mína. Það þýðir þá að Hjörtur þarf að fara á tónleika og bekkjarkvöld hjá Ragnhildi á sama tíma og leikurinn er (hehe, verður vinsælt!) Ég giska á að ef svo fer sendi hann mömmu sína í það prógramm. Sjáum til.
Annars voða lítið merkilegt. Ég bíð bara eftir sumrinu en eins og skáldið sagði virðist biðin ætla að verða löng og ströng. Þetta er bara ekki hægt. Einhverntiman heyrði ég að back in the old (sko - old old) hefði átt að flytja alla íslendinga (sem hafa hlaupið á tugum einstaklinga örugglega) á mitt Jótland því hér þótti ekki búandi. Ef þetta er rétt eru það mestu mistök íslendinga að hætta við það. Það verður allavega aðeins hlýrra og sumarið er aðeins lengra þar en hér. Brrrr. Kannski fæddist ég bara á vitlausum stað.
Þunglyndisbloggi lokið. Næsta verður léttlyndis.